West Ham og Bournemouth mættust í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.
Dominic Solanke kom gestunum yfir eftir slæm mistök Kalvin Phillips, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir West Ham.
Staðan í hálfleik var 0-1 en eftir stundarfjórðung af seinni hálfleik fékk West Ham vítaspyrnu. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði.
Meira var ekki skorað og lokatölur 1-1.
West Ham er í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig en Bournemouth er í því tólfta með 26.