Luca Furnell-Gill ungur leikmaður Liverpool þarf líklega aðeins að passa upp á skapið sitt í framtíðinni miðað við hegðun hans í leik gegn Manchester United í gær.
U18 ára lið félaganna mættust þá í deildarkeppni þar sem United vann 4-3 sigur.
Furnell-Gill ákvað í tvígang að kýla Ethan Wheatley varnarmann Manchester United en afleiðingarnar voru engar.
Enquanto isso no Liverpool vs United u18 pic.twitter.com/z1knnF6kYe
— Central Darwin Nunez (@centraldarwin) January 30, 2024
Furnell-Gill byrjaði á að kýla Wheatley og gaf honum svo hressilegt olnbogaskot í andlitið en dómari leiksins sá ekki atvikin. Hefði VAR tæknin verið á vellinum hefði Gill fengið rauða spjaldið.
United er með besta U18 ára lið Englands í dag en liðið hefur unnið alla fjórtán leiki sína í deildinni.
And then he’s followed it up with an elbow!🤯 pic.twitter.com/Hikpfc25GI
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) January 30, 2024