fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Þægilegt fyrir City gegn Jóa Berg og félögum – Tottenham sneri dæminu við á nokkrum mínútum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 21:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni það sem af er kvöldi.

Þrefaldir meistarar Manchester City áttu ekki í nokkrum vandræðum með nýliða Burnley. Julian Alvarlez kom þeim í 2-0 með mörkum á 16. og 22. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Rodri jók forskotið strax í upphafi seinni hálfleiks og úrslitin ráðin. Ameen Al Dakhil klóraði í bakkann fyrir Burnley í uppbótartíma en þar við sat, lokatölur 3-1.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði tæpan klukkutíma fyrir Burnley í leiknum.

Manchester City er aftur komið í annað sæti deildarinnar með 46 stig. Burnley er í nítjánda sæti með 12 stig, 7 stigum frá öruggu sæti.

Getty Images

Tottenham tók á móti Brentford á sama tíma. Gestirnir byrjuðu með látum en Neal Maupay kom þeim yfir eftir stundarfjórðung. Staðan í hálfleik var 0-1.

Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks. Þá skoruðu þeir Destiny Udogie, Brennan Johnson og Richarlison allir.

Ivan Toney minnkaði muninn fyrir Brentford á 67. mínútu en nær komst liðið ekki. Lokatölur 3-2.

Tottenham er á ný komið í fjórða sæti deildarinnar en Brentford er í því fimmtánda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gætu verið verulega slæm tíðindi fyrir Amorim er Tottenham gengur hratt til verks

Gætu verið verulega slæm tíðindi fyrir Amorim er Tottenham gengur hratt til verks
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona