fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Dregur í land og segir að ummæli sín hafi öll verið tekin úr samhengi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 11:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að orð sín um að hann myndi íhuga framtíð sína hjá félaginu vera tekin úr samhengi. Ummælin komu nokkrum dögum eftir að Jurgen Klopp sagði frá því að hann ætlaði að hætta í sumar.

Van Dijk á rúmt ár eftir af samningi sínum við Liverpool en hann segist einbeittur á það að gera vel fyrir félagið.

„Þetta er tekið úr samhengi, höfum það á hreinu. Ég gef allt fyrir þetta félag,“ segir Van Dijk í dag.

„Ég elska félagið, ég elska stuðningsmennina. Þessi ummæli eru svo sannarlega tekin úr samhengi, þetta snýst ekkert um mig. Þetta snýst allt um liðið.“

„Fyrir fimm dögum var samningur minn ekki til umræðu, ég vil gera vel fyrir félagið og gera þetta að sérstöku tímabili.“

Hann segir þó að tíðindin um að Klopp ætlaði að hætta hefðu verið áfall fyrir sig. „Þetta var auðvitað merkileg tilkynning og þetta er áfall fyrir alla tengda félaginu,“ segir Van Dijk.

„Mér hefur liðið eins og öllum stuðningsmönnum félagsins. Við viljum samt ná árangri, við viljum gefa allt í botn og ná þeim markmiðum sem við settum í upphafi tímabils. Við erum í góðri stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“