Rafa Benitez fyrrum stjóri Liverpool segist vita upp á hár hvað gerðist bak við tjöldin hjá Liverpool þegar Jurgen Klopp sagði upp störfum í nóvember.
Klopp lét eigendur Liverpool vita í nóvember að hann ætlaði að hætta eftir tímabilið og greint var frá því fyrir helgi.
Klopp er elskaður og dáður á meðal stuðningsmanna Liverpool og voru margir í áfalli þegar fréttirnar bárúst.
„Ég er með forskot, ég er með fólk í Liverpool sem starfar fyrir félagið enn í dag,“ segir Benitez.
„Ég veit nákvæmlega hvernig þetta gerðist, ég veit meira en það frá innsta hring. Þetta er því allt rétt,“ segir Benitez sem fór þó ekki nánar í hlutina.
„Klopp gefur félaginu tíma til að endurskipuleggja sig, þetta er mjög þýskt að fara þessa leið.“