Leikmenn Manchester United eru margir hverjir mjög ósáttir við Marcus Rashford þessa stundina. Daily Mail segir frá.
Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.
„Leikmönnum var tjáð að hann væri of veikur til að æfa. Svo kemur í ljós að hann var á næturklúbbi. Þeir trúðu ekki að hann skildi gera þetta í stöðunni sem félagið er í,“ segir heimildamaður Daily Mail.
Rashford var sektaður um 650 þúsund pund af United fyrir athæfi sitt en málinu er nú talið lokið.