„Ég bið alla um að vera rólega,“ segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool þegar hann svaraði fréttamönnum í dag og var þá verið að ræða ummæli Virgil van Dijk.
Van Dijk mun eiga ár eftir af samningi sínum við Liverpool í sumar og lét vita af því að hann myndi skoða stöðu sína í sumar.
Ástæðan er sú að Klopp er að hætta og vill hollenski varnarmaðurinn sjái í hvaða átt félagið ætlar að stefna.
„Það þarf enginn að hafa áhyggjur, ég er 100 prósent öruggur á því,“ segir Klopp en Liverpool leitar nú að arftaka hans.
„Það er nægur tími til þess að fara yfir svona mál, leikmennirnir elska að vera hérna.“
🚨 Klopp on Virgil van Dijk comments and the contract situation at Liverpool: “I’d recommend everybody to stay calm”.
“Nobody has to worry, I’m 100% sure”.
“There’s enough time to everything. These players love to be here at #LFC, don’t forget that”. pic.twitter.com/KmZqmQTsME
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2024