Arsenal er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Nottingham Forest í kvöld. Arsenal þurfti að hafa fyrir sigrinum.
Arsenal liðið sótti nokkuð í leiknum en tókst ekki að skora mark í fyrri hálfleik.
Í síðari hálfleik var svo komið að því að skora mörkin en fyrstur á dagskrá var Gabriel Jesus, hann komst að markinu og skoraði úr þröngu færi.
Matt Turner, markvörður Forest og fyrrum markvörður Arsenal hafði gert miklu betur í þessum atviki.
Skömmu síðar var komið að hinum öfluga Bukayo Saka að tryggja sigurinn en Arsenal situr tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Þessi lið mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag í afar áhugaverðum leik.
Taiwo Awoniyi náði að laga stöðuna fyrir heimamenn á 89 mínútu en nær komust heimamenn ekki og lokastaðan því 2-1.