Fréttir um að leikmenn Manchester United séu reiðir út í Marcus Rashford eru sagðar úr lausu lofti gripnar þrátt fyrir hegðun hans um liðna helgi.
Rashford var ekki valinn í leikmannahóp United gegn Newport í enska bikarnum á sunnudag þar sem hann hringdi sig inn veikan á æfingu á föstudag og síðar kom í ljós að hann hafði verið á næturklúbbi í Belfast kvöldið áður.
Rashford var sektaður um 650 þúsund pund af United fyrir athæfi sitt en málinu er nú talið lokið.
Ensk blöð hafa haldið því fram að leikmenn United séu reiðir en svo virðist ekki vera, hegðun Rashford er ekki vel séð en leikmenn halda áfram með lífið.
Rashford hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en hann kemur til greina í leikmannahóp liðsins gegn Wolves á fimmtudag.
🚨 | There is “absolutely nothing” in reports claiming that senior #mufc players are angry at Marcus Rashford regarding his recent actions, UtdDistrict understands. pic.twitter.com/fc34Pq9a1G
— UtdDistrict (@UtdDistrict) January 30, 2024