Erik ten Hag, stjóri Manchester United, fékk á baukinn frá netverjum fyrir ummæli sín eftir sigur á D-deildarliði Newport í enska bikarnum í gær.
Liðin mættust í 32-liða úrslitum og fór United með 2-4 sigur af hólmi. Newport beit frá sér og eftir að hafa lent 0-2 undir jafnaði liðið í 2-2, áður en stórliðið kláraði dæmið. Bruno Fernandes, Kobbie Mainoo, Antony og Rasmus Hojlund gerðu mörk United í leiknum.
„Við sköpuðum mjög góð færi og þeir ekki nein, algjörlega ekki nein. Þeir skoruðu upp úr engu,“ sagði Ten Hag eftir leik.
Mörgum netverjum fannst þetta algjör óþarfi eftir sigur á Newport, sem átti 17 marktilraunir í leiknum.
„Vel gert. Þeir eru í 16. sæti í D-deild,“ skrifaði einn netverji.
„Þetta er til skammar,“ skrifaði annar og fleiri tóku til máls.
„Þeir sköpuðu ekkert en skoruðu tvö mörk. Þið voruð í erfiðleikum með lið í D-deild. Sýndu smá virðingu og klassa.“
Erik ten Hag said Newport had "nothing".#BBCFootball #FACup pic.twitter.com/5LTolZ7Psl
— BBC Sport (@BBCSport) January 28, 2024