fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag fær á baukinn – Sjáðu hvað hann sagði eftir sigurinn á D-deildarliðinu í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, fékk á baukinn frá netverjum fyrir ummæli sín eftir sigur á D-deildarliði Newport í enska bikarnum í gær.

Liðin mættust í 32-liða úrslitum og fór United með 2-4 sigur af hólmi. Newport beit frá sér og eftir að hafa lent 0-2 undir jafnaði liðið í 2-2, áður en stórliðið kláraði dæmið. Bruno Fernandes, Kobbie Mainoo, Antony og Rasmus Hojlund gerðu mörk United í leiknum.

„Við sköpuðum mjög góð færi og þeir ekki nein, algjörlega ekki nein. Þeir skoruðu upp úr engu,“ sagði Ten Hag eftir leik.

Mörgum netverjum fannst þetta algjör óþarfi eftir sigur á Newport, sem átti 17 marktilraunir í leiknum.

„Vel gert. Þeir eru í 16. sæti í D-deild,“ skrifaði einn netverji.

„Þetta er til skammar,“ skrifaði annar og fleiri tóku til máls.

„Þeir sköpuðu ekkert en skoruðu tvö mörk. Þið voruð í erfiðleikum með lið í D-deild. Sýndu smá virðingu og klassa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu