Manchester United er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir leik við Newport County í kvöld.
Leikurinn var ekki auðveldur fyrir enska stórliðið sem hafði betur með fjórum mörkum gegn tveimur.
Það var gríðarleg stemning á heimavelli Newport sem var ekki langt frá því að koma verulega á óvart en tap þó niðurstaðan.
Kobbie Mainoo skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í þessum leik en um er að ræða gríðarlega efnilegan miðjumann sem er aðeins 18 ára gamall.
Falleg afgreiðsla sem má sjá hér fyrir neðan.
Remember the name: Kobbie Mainoo ⭐️@ManUtd‘s starboy gets his first goal for the club ♥️#EmiratesFACup pic.twitter.com/EL6lDywwjD
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2024