Manchester United er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins eftir leik við Newport County í kvöld.
Leikurinn var ekki auðveldur fyrir enska stórliðið sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveimur.
Það var gríðarleg stemning á heimavelli Newport sem var ekki langt frá því að koma verulega á óvart en tap þó niðurstaðan.
Antony átti flottan leik fyrir United en hann bæði skoraði og lagði upp í sigrinum.
Um var að ræða fyrsta mark Antony á tímabilinu og má sjá það hér fyrir neðan.
Antony scores his first goal for Man United since April 2023 🤯⚽️ pic.twitter.com/Hq5xwuJJcW
— SPORTbible (@sportbible) January 28, 2024