Liverpool 5 – 2 Norwich
1-0 Curtis Jones
1-1 Ben Gibson
2-1 Darwin Nunez
3-1 Diogo Jota
4-1 Virgil van Dijk
4-2 Borja Sainz
5-2 Ryan Gravenberch
Liverpool er komið áfram í enska bikarnum eftir skemmtilegan leik við Norwich á Anfield í dag.
Liverpool skoraði heil fimm mörk að þessu sinni og tryggði sér sæti í fimmtu umferð keppninnar.
Fimm mismunandi markaskorarar komust á blað en Norwich tókst einnig að skora tvö á heimaliðið.
Liverpool var 2-1 yfir eftir fyrri hálfleikinn en bætti svo við þremur mörkum í þeim seinni.