Það varð allt vitlaust í leik West Brom og Wolves í enska bikarnum í dag en leikið var á heimavelli West Brom.
Wolves gerði sitt og vann þennan leik 2-0 en liðið spilar í efstu deild og West Brom í þeirri næst efstu.
Pedro Neto og Matheus Cunha skoruðu mörk Wolves sem er komið í fimmtu umferð eftir sigurinn.
Allt varð vitlaust á tímapunkti í þessum leik en stuðningsmenn Wolves eru taldir hafa farið vel yfir strikið með sinni framkomu í stúkunni og var leikurinn stöðvaður.
Leikurinn var pásaður í um 40 mínútur en náði að lokum að halda áfram eftir að ró komst á mannskapinn.
Slagsmál brutust út á meðal stuðningsmanna liðanna og má sterklega búast við harðri refsingu.