fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Meira frá Klopp – Telur ólíklegt að hann þjálfi aftur og lofar því að þjálfa ekki annað lið á Englandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liveprool íhugar að þjálfa ekki aftur þegar hann hættir með Liverpool í sumar.

Það kom mörgum á óvart þegar Klopp greindi frá því í morgun að hann væri að hætta sem þjálfari Liverpool í sumar.

„Ef þú spyrð mig í dag hvort ég þjálfi aftur þá er svarið nei,“ sagði Klopp en hann útskýrði svo að hann hefði aldrei farið í frí frá fótboltanum.

Hann yrði að sjá hvort hann myndi höndla lífið án fótboltans en lofaði þó einu.

„Það er 100 prósent að ég þjálfa ekki annað lið á Englandi en Liverpool. Það er ómögulegt fyrir mig, ég gæti það aldrei.“

„Ég finn eitthvað annað að gera, ég þjálfa ekki í heillt ár. Það er klárt, það er á hreinu.“

Klopp hefur einu sinni orðið enskur meistari og unnið Meistaradeildina einu sinni. Hann getur bætt titlum í safnið áður en hann hættir.

Klopp tók við þjálfun Liverpool árið 2015 þegar liðið hafði átt í talsverðum vandræðum um langt skeið. Óvíst er hvert næsta skref Klopp á ferlinum er en ljóst má vera að mörg stórveldi horfa til hans.

Liverpool fær nú góðan tíma til að finna eftirmann Klopp en það gæti reynst stór spor að fylla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni