fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Klopp ræður inn sérfræðinga sem eiga að krukka í heilanum á leikmönnum Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 09:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur fengið það í gegn að taugasérfræðingar verði til taks fyrir leikmenn félagsins og geti hjálpað þeim í þeim úrslitaleikjum sem framundan eru.

Liverpool notaði þessa sömu sérfræðinga fyrir tveimur árum en þeir starfa fyrir þýska fyrirtækið Neuro11.

Um er að ræða sérfræðinga sem skoða taugakerfi leikmanna og ráðleggja þeim hvernig hugsanir og annað getur hjálpað þeim.

Liverpool vonar að þessi vinna hjálpi félaginu í átt því að vinna þá fjóra titla sem félagið er að keppa um.

Liverpool er komið í úrslita enska deildarbikarsins, er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og þá er liðið komið áfram í enska bikarnum og Evrópudeildinni.

Klopp telur að öll smáatriði muni hjálpa liðinu í því að ná þeim árangri sem leikmönnum félagsins dreymir um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Í gær

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“