fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári rifjar upp umdeilda kvöldstund á Englandi – „Þetta var of tilfinningaþrungið fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 14:30

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarþættir um Pep Guardiola hjá BBC hafa vakið athygli en þar er farið yfir ferilinn hjá þessum magnaða þjálfara sem hefur náð ótrúlegum árangri.

Guardiola er í dag stjóri Manchester City og hefur raðað inn titlum fyri blá liða frá Manchester. Rætt er við leikmenn sem spilað hafa undir stjórn Guardiola hjá City og einn þeirra er Eiður Smári Guðjohnsen sem lék undir stjórn Pep hjá Barcelona.

Undir stjórn Pep varð Eiður meðal annars spænskur meistari og vann Meistaradeild Evrópu.

Eiður Smári ræddi um leikinn gegn Chelsea, hans gamla félagi árið 2009 þegar Barcelona fór áfram úr undanúrslitum árið 2009.

„Þetta er einn umdeildasti leikur sögunnar, ef þú skoðar ákvarðanir dómarans yfir 90 mínúturnar. Það varð allt brjálað,“ segir Eiður Smári.

„Ég tók í hendina á gömlum liðsfélögum og svo labbaði ég bara inn í klefa eftir leikin. Ég útskýrði fyrir Guardiola að ég gæti ekki fagnað, þetta var of tilfinningaþrungið fyrir mig.“

„Eina sem Pep sagði við mig var að ég ætti að fagna með þeim inn í klefa, ég sagðist geta gert það.“

Eiður Smári er goðsögn í sögu Chelsea og var í herbúðum félagsins þegar það reis upp og varð eitt stærsta félag Englands.

Atvik leiksins má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári