Liverpool er komið í úrslit enska deildarbikarsins eftir mjög spennandi og jafnt einvígi gegn Fulham. Liverpool kom með 2-1 forystu inn í síðari leikinn.
Luis Diaz sem virðist vera að vakna til lífsins skoraði eina mark fyrir hálfleiksins fyrir gestina frá Liverpool.
Heimamenn bönkuðu nokkuð fast á dyrnar á Liverpool en það var ekki fyrr en á 77 mínútu sem Issa Diop skoraði fyrir Fulham.
Fulham þjarmaði nokkuð að marki Liverpool undir restina án þess að skapa sér dauðafæri.
Liverpool sigur í einvíginu var því staðreynd, samanlagt 3-2 og er liðið búið að bóka sér miða á Wembley þar sem liðið mætir Chelsea í úrslitum.