Mason Greenwood færist nær því að ganga í raðir Barcelona í sumar ef marka má frétt The Sun.
Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United sem stendur, en þar hefur hann staðið sig afar vel.
United ætlar sér ekki að nota sóknarmanninn aftur og vill selja hann í sumar.
Börsungar færast nær því að klófesta leikmanninn þegar lánssamningi hans hjá Getafe er lokið, en félagið þarf að semja við United.
Sjálfan dreymir Greenwood um að fara til Barcelona og telur það frábært næsta skref á sínum ferli.