fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Velta fyrir sér hvort þetta sé næsta skref Gylfa Þórs – „Ég trúi ekki að hann nenni því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. janúar 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir velta nú fyrir sér framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar í kjölfar þess að hann rifti samningi sínum við Lyngby. Gylfi gerði það á dögunum og 433.is sagði fyrst allra miðla frá því í gær.

Gylfi er meiddur og er í endurhæfingu. Lyngby vonast til þess að Gylfi mæti aftur til félagsins ef hann nær sér af meiðslunum. Kappinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta haust eftir tveggja ára hlé. Hann hafði verið að finna taktinn þegar bakslag kom í endurhæfinguna.

Freyr Alexandersson fékk Gylfa til að snúa aftur á völlinn en Freyr hætti sem þjálfari Lyngby í upphafi árs og nú hefur Gylfi rift samningi sínum.

„Hann vildi ekki fá laun. Þetta sýnir hversu mikill öðlingur hann er,“ sagði sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Meðlimir þáttarins veltu framtíð hans svo fyrir sér.

„Ég held hann fari aldrei í Lyngby aftur. Ég held hann fari bara til Freysa aftur. Annað hvort það eða hann endar bara heima í FH,“ sagði Mikael Nikulásson, en títtnefndur Freyr er tekinn við Kortijk í Belgíu.

„Ég trúi ekki að hann nenni því,“ sagði Kristján um hugsanlega heimkomu Gylfa.

Danski blaðamaðurinn Sandro Spasojevic hrósaði Gylfa einnig í gær.

„Knattspyrnumenn eru oft gagnrýndir fyrir að vera miklir egóistar en þetta mál Gylfa Þórs Sigurðssonar er andstæða þess,“ sagði Spasojevic, sem skrifar fyrir Bold.

„Hann hefur þénað mikið af peningum í ensku úrvalsdeildinni og og fer líklega ekki svangur að sofa, þetta er samt frábær framkoma hjá honum.“

Samkvæmt heimildum 433.is er Gylfi Þór að íhuga framtíð sína, hann er nú í endurhæfingu vegna meiðslanna og útkoman þar hefur mikil áhrif á næstu skref hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Í gær

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City