Samkvæmt fréttum frá Ben Jacobs blaðamanni á Englandi hefur Newcastle samþykkt að selja Miguel Almiron til Sádí Arabíu.
Ef viðskiptin fara í gegn munu þau vekja mikla athyli enda eru eigendur Newcastle þeir sömu og eiga öll stærstu lið Sádí Arabíu.
Al-Shabab er liðið sem Almiron fer þá til og er hann sagður spenntur fyrir því að taka þetta skref.
Newcastle þarf að selja leikmenn til að laga bókhaldið sitt gagnvart FFP og gæti þetta verið ein leið til að laga það.
Almiron kom til Newcastle árið 2019 fyrir 20,7 milljónir punda og hefur skorað 30 mörk í 195 leikjum.
Félögin eru að ná saman um kaupverð og nú er það undir Almiron komið hvort hann taki tilboði Al-Shabab.
Exclusive: Al-Shabab and Newcastle have reached a provisional agreement over Miguel Almiron. It's understood Almiron is open to the move, but the deal is not done yet.🇸🇦 pic.twitter.com/qdny6qSfJE
— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 22, 2024