fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Danskur fréttamaður lofsyngur Gylfa Þór og hegðun hans – „Þetta er frábær framkoma hjá honum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir blaðamenn hrósa Gylfa Þór Sigurðssyni mikið fyrir það að hafa rift samningi sínum við Lyngby. Gylfi gerði það á dögunum og 433.is sagði fyrst allra miðla frá því í gær.

Gylfi er meiddur og er í endurhæfingu, danska félagið vonar að Gylfi mæti aftur til félagsins ef hann nær sér af meiðslunum.

Gylfi snéri aftur á knattspyrnuvöllinn síðasta haust eftir tveggja ára hlé, hann hafði verið að finna taktinn þegar bakslag kom í endurhæfinguna.

Freyr Alexandersson fékk Gylfi til að snúa aftur á völlinn en Freyr hætti sem þjálfari Lyngby í upphafi árs og nú hefur Gylfi rift samningi sínum.

Gylfi snéri aftur í íslenska landsliðið síðasta haust og bætti þá markametið hjá liðinu þegar hann skoraði tvö mörk í sigri gegn Liechtenstein.

„Knattspyrnumenn eru oft gagnrýndir fyrir að vera miklir egóistar en þetta mál Gylfa Þórs Sigurðssonar er andstæða þess,“ skrifar Sandro Spasojevic blaðamaður hjá Bold í Danmörku.

Spasojevic telur það vel gert hjá Gylfa að rifta samningi sínum á meðan hann er meiddur en Lyngby telur að Gylfi snúi aftur til félagsins.

„Hann hefur þénað mikið af peningum í ensku úrvalsdeildinni og og fer líklega ekki svangur að sofa, þetta er samt frábær framkoma hjá honum.“

Samkvæmt heimildum 433.is er Gylfi Þór að íhuga framtíð sína, hann er nú í endurhæfingu vegna meiðslanna og útkoman þar hefur mikil áhrif á næstu skref hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift