Kevin de Bruyne miðjumaður Manchester City á bara átján mánuði eftir af samningi sínum við enska félagið og framtíð hans er til umræðu.
De Bruyne er 32 ára gamall en hann hefur í mörg ár verið einn besti miðjumaður fótboltans.
Enskir miðlar segja að De Bruyne skoði stöðuna en að City vilji framlengja samning hans um eitt ári til ársins 2026.
Félagið hefur hins vegar líka ákveðið að setja 100 milljóna punda verðmiða á De Bruyne í sumar vegna áhuga frá Sádí Arabíu.
Al-Nassr í Sádí Arabíu hefur mikinn áhuga á að kaupa De Bruyne næsta sumar en óvíst er hvort hann vilji taka skrefið þangað.
Það er hins vegar ljóst að þrátt fyrir að De Bruyne sé launahæsti leikmaður enska boltans, þá yrðu launin hans miklu hærri í Sádí Arabíu.