Manchester United er að horfa til varnarmannsins Matthijs De Ligt sem spilar með Bayern Munchen í Þýskalandi.
Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að De Ligt vilji komast burt frá Bayern en hann er þriðji kostur í miðverðinum í dag.
Thomas Tuchel, stjóri Bayern, notar þá Kim Min-jae og Dayot Upemecano í öftustu línu og þarf De Ligt að sætta sig við bekkjarsetu.
Hollendingurinn þekkir Erik ten Hag, stjóra United, vel en þeir unnu saman hjá Ajax á sínum tíma.
Samkvæmt Sky er United að fylgjast með stöðu De Ligt og hefur fengið fréttir um það að leikmaðurinn sé ósáttur í Þýskalandi þessa stundina.