Kieran Trippier gæti óvænt verið á förum frá Newcastle í janúar eftir slaka frammistöðu að undanförnu.
Chronicle Live sem sérhæfir sig í fréttum um Newcastle segir að Bayern Munchen hafi áhuga á Trippier.
Trippier byrjaði dvöl sína hjá Newcastle stórkostlega en hefur dvalað verulega í undanförnum leikjum.
Enski bakvörðurinn þekkir það að spila erlendis en hann stoppaði stutt hjá Atletico Madrid áður en hann hélt til Newcastle.
Trippier er 33 ára gamall og myndi ekki reynast dýr og eru líkur á að Newcastle sé opið fyrir því að selja í janúar.