fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433

Segir að Rúnari sé sýnd gífurleg vanvirðing – „Mér finnst það rannsóknarefni“

433
Laugardaginn 20. janúar 2024 07:00

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Það hefur ekki farið framhjá neinum að fjársterkir aðilar dæli nú peningum inn í rekstur KR en félagið hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum.

„Mér finnst þetta gaman. Þeir eru að stinga upp í marga, Palli Kristjáns og þeir. Það er búið að hrauna yfir þá síðan þeir tóku við,“ sagði KR-ingurinn Mikael.

Rúnar Kristinsson var látinn fara í haust og Gregg Ryder er tekinn við. Mikael hefði viljað sjá Rúnar fá tímabil með þessa fjármuni á milli handanna.

„Ég vorkenni Rúnari Kristinssyni, sem er góður þjálfari og KR-ingur, ein mesta goðsögn í sögu KR. Þeir hafa vitað innst inni að það væri að koma seðill og þá reka þeir hann. Mér finnst það rannsóknarefni því hann náði frábærum árangri á sínum tíma. Hann gat ekkert gert betur með það sem hann hafði síðustu tvö ár. Svo kemur einhver Gregg Ryder og fær alla peningana.

En ég er ógeðslega ánægður með að KR sé að hrista upp í þessu. Þetta Breiðablik-Víkingur kjaftæði, að þau séu bara tvö í þessu, það er búið að slökkva í því. Nú verður öll krafan á að vinna titilinn og þeir eiga að berjast við Víking um hann,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
Hide picture