Moise Kean gæti óvænt verið að kveðja lið Juventus og ku vera á leið til spænska félagsins Atletico Madrid.
Frá þessu greinir Sport Mediaset en um er að ræða 23 ára gamlan sóknarmann sem lék eitt sinn með Everton.
Juventus keypti Kean aftur í fyrra frá einmitt Everton eftir að hann hafði spilað með liðinu í láni í tvö tímabil.
Frammistaðan í vetur hefur heldur betur valdið vonbrigðum og er Kean aðeins með eitt mark í 16 deildarleikjum.
Atletico hefur áhuga á að semja við Ítalann í þessum glugga og eru miklar líkur á að hann kveðji á næstu dögum.