Freyr Alexandersson stýrði liði Kortrijk í Belgíu í fyrsta sinn er liðið mætti Standard Liege í dag.
Freysi tók við liðinu nýlega eftir að hafa gert flotta hluti með danska liðið Lyngby.
Standard Liege þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Kortrijk en liðin leika í efstu deild í Be´giu.
Freysi og félagar þurfa á kraftaverki að halda til að halda sér í efstu deild en átta stig eru í öruggt sæti.