Eiginkonur knattspyrnumanna verða í sviðsljósinu í nýjum þáttum sem Amazon Prime er að fara að framleiða um líf þeirra og hvernig það sé að vera með knattspyrnumanni.
Fylgst verður með lífi þessara kvenna og hvernig það gengur fyrir sig að búa með atvinnumanni í knattspyrnu.
Jorginho miðjumaður Arsenal og unnusta hans Catherine Harding verða með í þáttunum. Riyad Mahrez og Taylor Ward taka einnig þátt.
Ilkay Gundogan og Sara Gundogan verða með en einnig verða þarna James Tarkowski og eiginkona hans Sama verða með.
Þá verður Matt Turner markvörður Nottingham Forest og Ash einnig með í þáttunum sem eru byrjaðir í framleiðslu.