Anthony Martial fær ekki að æfa með aðalliði Manchester United þar sem hann er ekki í nógu góðu formi að mati Erik ten Hag, stjóra Manchester United.
Martial veiktist í byrjun desember og hefur síðan þá ekki getað spilað með liðinu.
Erik ten Hag er á þeirri skoðun að Martial sé ekki í nógu góðu formi til þess að æfa með liðinu og æfir nú einn.
Þjálfarar liðsins eru hugsi yfir því hversu langan tíma það hefur tekið Martial að jafna sig á veikindum og koma sér í form.
Ten Hag hefur látið Martial vita af því að hann verði að koma sér í form til þess að æfa með liðinu en félagið ætlar að losa sig við hann næsta sumar þegar samningur hans er á enda.