fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben tjáir sig um son sinn Albert sem hefur mikið verið í umræðunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson er mjög eftirsóttur þessa dagana. Hann er á mála hjá Genoa á Ítalíu en gæti brátt farið í stærra lið. Íþróttalýsandinn ástsæli, Guðmundur Benediktsson, er faðir Alberts og er eðlilega ánægður með gengi sonarins.

Albert hefur farið á kostum með Genoa á leiktíðinni og verið besti leikmaður liðsins. Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við stærri lið, á Ítalíu og annars staðar.

Í gær orðaði virtur blaðamaður á Ítalíu, Gianluca Di Marzio, hann við Inter, Roma og Juventus.

„Það er gaman þegar það gengur vel. Þá ertu orðaður við hitt og þetta, þegar þú ert að spila vel. Ég held og trúi því að það besta sem gerist núna er að halda dampi og klára tímabilið með Genoa. Það er held ég það eina sem kemst að hjá Alberti. Þetta snýst um að halda áfram að standa sig vel og þá geta hlutir gerst,“ segir Gummi Ben í hlaðvarpinu Enski boltinn á Fótbolta.net.

Miðað við orð Gumma Ben verður Albert því áfram hjá Genoa út leiktíðina, sem verður að teljast ansi jákvætt fyrir ítalska liðið.

„Hann er klárlega orðinn þroskaðri leikmaður og svo er hann með þjálfara í Gilardino sem gefur honum greinilega gríðarlegt sjálfstraust. Hann treystir mikið á Albert og gefur honum mjög mikið frjálsræði. Eins og ég skil þetta, þá fær Albert að spila eins og Gilardino langaði að spila sjálfur. Þegar þú færð svona traust frá þjálfaranum, þá hlýtur það að hjálpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nunez fagnaði að hætti Jota

Nunez fagnaði að hætti Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum
433Sport
Í gær

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Í gær

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Í gær

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning
433Sport
Í gær

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum