Jose Mourinho var í dag rekinn frá Roma eftir dapurt gengi undanfarið. Hann kvaddi stuðningsmenn á dramatískan hátt.
Það hefur lítið gengið hjá Roma á leiktíðinni en liðið er í níunda sæti. Mourinho hafði stýrt liðinu síðan 2021 og vann hann Sambandsdeildina vorið eftir.
Nú er hann hins vegar farinn en hann var þó vinsæll á meðal stuðningsmanna, eins og sást í dag.
Hér að neðan má sjá þegar hann kvaddi stuðningsmenn á æfingasvæðinu í dag og var gráti næst.
🚨JOSÈ #MOURINHO ESCE DA FRIGORIA E SI FERMA CON I TIFOSI
IL MISTER EMOZIONATISSIMO SI BATTE IL CUORE❤️🐺@calciomercatoit pic.twitter.com/8XQAqo9rUD— Francesco Iucca (@francescoiucca) January 16, 2024