fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Segir að Hareide þurfi að svara fyrir athæfi Jóa Kalla í Noregi – „Hann náði höggi á Age“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 18:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi var kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi árið 2022 af FIFA í gær. Það eru fyrirliðar og þjálfarar landsliða sem kjósa.

Age Hareide, þjálfari Íslands kaus ekki og lét aðstoðarmann sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson um það að kjósa.

Jóhannes ákvað að kjósa Messi bestan fyrir það að vinna frönsku deildina og fara svo til Inter Miami um mitt ár.

„Það er íslenska kryddið sem býr þetta til, Haaland og Messi voru jafnir. Svo voru atkvæði fyrirliða sem gilda meira, það er geggjað tvist í þessu. Ég hef rætt þetta við norska fjölmiðlamenn,“ segir Hjörvar Hafliðason um málið í Dr. Football.

„Hareide kaus ekki, Jói Kalli. Hann bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sýnir, til að ná einu léttu höggi þá valdi hann Messi sem leikmann ársins.“

Hjörvar segir að Jóhannes vilji losna úr starfi sem aðstoðarþjálfari landsliðsins.

„Ég hefði skilið að pabbi hefði kosið Messi og svo Ronaldo í annað sætið, maður sem fylgist ekki með. Að maður sem fylgist með fótbolta kjósi Messi, þá er hann að trolla.“

„Það er ekkert launungarmál að Jói Kalli er til í að fara úr þessu giggi, ef ég ætlaði að pirra norskan yfirmann minn þá myndi ég setja Messi í fyrsta sætið.“

„Jói Kalli er rosalegur Liverpool maður, þar er hluti af cultinu að vera á móti Haaland. Hann er að nudda smá í Hareide, í þessum genum er ekkert til sem heitir aðstoðar. Þeir vilja vera aðal.“

Hjörvar segir að Hareide þurfi að svara fyrir málið í Noregi. „Hann náði höggi á Age, hann þarf að svara fyrir þetta í Noregi. AF hverju var hann of upptekinn til að kjósa?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Firmino fer til Katar