fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ráðleggur Ratcliffe að reka Ten Hag í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 20:30

Ratcliffe og Sir Alex Ferguson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Sutton fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur hjá Daily Mail segir að Manchester United verði að reka Erik ten Hag úr starfi.

Sutton telur að Sir Jim Ratcliffe nýr eigandi félagsins muni skoða það að reka Ten Hag en mögulega verði það ekki fyrr en í sumar.

„Ratcliffe mun skoða allt hjá félaginu, hann mun laga völlinn sem er byrjaður að leka, hann mun reyna að bæta æfingasvæðið,“ sagði Sutton.

Getty Images

„En hvað getur hann bætt núna? Hann þarf að skoða Erik ten Hag og vel og skoða breytingar þar.“

United hefur ekki átt gott tímabil og er starfið hans Ten Hag svo sannarlega í hættu.

„Það væri líklega betra að fara í breytingar í sumar og gefa sér tíma, en ef Ratcliffe skoðar tímabilið hjá United núna, úrslitin og hvernig liðið spilar. Þá ætti hann að breyta núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu

United skellir verðmiða á Rashford nú þegar hann er til sölu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu