Chris Sutton fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur hjá Daily Mail segir að Manchester United verði að reka Erik ten Hag úr starfi.
Sutton telur að Sir Jim Ratcliffe nýr eigandi félagsins muni skoða það að reka Ten Hag en mögulega verði það ekki fyrr en í sumar.
„Ratcliffe mun skoða allt hjá félaginu, hann mun laga völlinn sem er byrjaður að leka, hann mun reyna að bæta æfingasvæðið,“ sagði Sutton.
„En hvað getur hann bætt núna? Hann þarf að skoða Erik ten Hag og vel og skoða breytingar þar.“
United hefur ekki átt gott tímabil og er starfið hans Ten Hag svo sannarlega í hættu.
„Það væri líklega betra að fara í breytingar í sumar og gefa sér tíma, en ef Ratcliffe skoðar tímabilið hjá United núna, úrslitin og hvernig liðið spilar. Þá ætti hann að breyta núna.“