Matthijs de Ligt gæti farið frá Bayern Munchen næsta sumar ef marka má Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.
Hollenski miðvörðurinn er sagður ósáttur við spiltíma sinn í Bæjaralandi og hugsar sér til hreyfings. Það eru engar líkur á að hann fari í þessum mánuði en það gæti gerst í glugganum næsta sumar.
Plettenberg segir að orðrómar um De Ligt og Manchester United gætu orðið háværir næsta sumar, sérstaklega ef Erik ten Hag verður áfram stjóri enska stórliðsins.
Ten Hag og De Ligt störfuðu saman hjá Ajax áður en sá síðarnefndi var seldur til Juventus 2019.
De Ligt er samningsbundinn Bayern til 2027.