Íslenska karlalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi vináttuleik gegn Hondúras aðfaranótt fimmtudags. Leikurinn fer fram í Flórída í Bandaríkjunum.
Íslenska liðið leikur tvo leiki í þessum landsleikjaglugga en þar sem hann er utan aljþjóðlegs glugga vantar fjölda leikmanna í hópinn og aðrir fá að spreyta sig.
Ísland vann Gvatemala á sunnudagskvöld með marki Ísaks Snæs Þorvaldssonar og næst er komið að leik gegn Hondúras.
Leikjurinn hefst klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags. KSÍ birti myndband af æfingu Íslands og þar var mikið fjör.
Innlit á æfingu A landsliðs karla í Florida. Mörk, vörslur, tæklingar, allur pakkinn. Samt bara æfing. 👀 pic.twitter.com/EQhCltSFRk
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 15, 2024