Sir Jim Ratcliffe, sem er að eignast 25% hlut í Manchester United, var nýlega beðinn um að velja sinn uppáhalds leikmann í sögu félagisns.
Íslandsvinurinn Ratcliffe átti nokkuð erfitt með að velja, enda af nægu að taka.
Eftir að hafa nefnt Ryan Giggs og Paul Scholes sagði Ratcliffe loks: „Ætli það sé ekki Eric Cantona.“
Cantona gekk í raðir United frá Leeds 1992 og var í fimm ár hjá félaginu, þar sem hann er algjör goðsögn.
Cantona skoraði 82 mörk í 185 leikjum United, vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og enska bikarinn tvisvar.