fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Líkur á að Everton og Nottingham verði ákærð fyrir að eyða um efni fram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton og Nottingham Forest fá að vita af því í dag hvort félögin verði ákærð af ensku deildinni fyrir að brjóta reglur um fjármál félaga, er talið að félögin hafi verið rekin í of miklu tapi.

Tíu stig voru tekin af Everton fyrr á þessu tímabili en félagið gæti fengið fleiri kærur á sig.

Nottingham Forest hefur eytt 250 milljónum punda í leikmenn á rúmum átján mánuðum.

Félagið er því í hættu á að fá á sig ákærur og missa jafnvel stig.

The Athletic segir að bæði félög séu meðvituð um málið og séu að undirbúa vörn sína til að reyna að verjast ákærum frá ensku deildinni.

Everton hefur eytt um efni fram undanfarin ár og nú gætu fleiri stig verið tekin af félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með