fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Steinhissa því hann fékk ekki rautt spjald – ,,Enginn stöðugleiki í ensku úrvalsdeildinni“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. janúar 2024 14:00

Marco Silva/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marco Silva, stjóri Fulham, var allt annað en sáttur í gær eftir leik sinna manna gegn Chelsea í efstu deild.

Fulham þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Chelsea en Cole Palmer gerði eina markið úr vítaspyrnu.

Malo Gusto, leikmaður Chelsea, var heppinn að fá ekki rautt spjald í viðureigninni fyrir groddaralegt brot á vængmanninum Willian.

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkenndi sjálfur að Gusto hafi mögulega átt að fá rautt, eitthvað sem Silva tekur svo sannarlega undir.

,,Þetta á að vera rautt spjald, það er erfitt að skilja af hverju það er enginn stöðugleiki í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Silva.

,,Í níu af tíu skiptum hefði þetta verið rautt spjald. Tæklingin var stórhættuleg og hefði getað slasað leikmanninn. VAR kíkti á þetta en ákvað að dæma ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona