Real Madrid 4 – 1 Barcelona
1-0 Vinicius Junior
2-0 Vinicius Junior
2-1 Robert Lewandowski
3-1 Vinicius Junior(víti)
4-1 Rodrygo
Barcelona sá ekki til sólar í stórleik helgarinnar í spænska boltanum er liðið mætti erkifjendum sínum í Real Madrid.
Vinicius Junior var eldheitur í þessum leik en um var að ræða úrslitaleikinn í spænska Ofurbikarnum.
Vinicius skoraði þrennu í fyrri hálfleik en Robert Lewandowski gerði eina mark Börsunga og lagaði stöðuna í 2-1.
Annar Brasilíumaður, Rodrygo, sá um að gulltryggja Real sigurinn í seinni hálfleik og lokastaðan 4-1 fyrir þeim hvítklæddu.