Burnley hefur staðfest komu sóknarmannsins David Datro Fofana sem kemur til félagsins frá Chelsea.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem kemur til Burnley á láni út þetta tímabil eftir dvöl í Þýskalandi.
Fofana spilaði með Union Berlin fyrri hluta tímabils en skoraði aðeins tvö mörk í 17 leikjum þar í landi.
Fofana er fæddur 2002 en hann vakti athygli með Molde árið 2022 og skoraði þar 22 mörk í 39 leikjum.
Chelsea ákvað að kaupa kappann fyrir um níu milljónir punda og spilaði hann alls fjóra leiki á síðustu leiktíð.
Burnley birti skemmtilegt myndband þar sem tilkynnt var um komu Fofana en þar er birt atriði úr kvikmyndinni frægu, E.T.
I found him, he belongs to me 🌖 pic.twitter.com/SUMn3KNNkX
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 13, 2024