fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Tilbúnir að borga 65 milljónir punda fyrir 16 ára strák – Annar Willian á leiðinni?

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. janúar 2024 13:00

Estevao

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea á Englandi er tilbúið að borga 65 milljónir punda fyrir 16 ára strák sem ber nafnið Estevao Willian.

Frá þessu greinir spænska blaðið Sport en um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann Palmeiras í Brasilíu.

Þessi umtalaði Willian væri ekki fyrsti Willian til að leika með Chelsea en það er nafn sem stuðningsmenn liðsins þekkja.

Vængmaðurinn Willian gerði garðinn frægan með Chelsea en hélt síðar til Arsenal og spilar í dag með Fulham.

Hinn 16 ára gamli Willian hefur spilað einn aðalliðsleik fyrir Palmeiras en myndi ekki ganga í raðir Chelsea fyrr en 2025.

Chelsea hefur verið duglegt að semja við unga og efnilega leikmenn síðustu mánuði en margir eru hissa á verðmiðanum á Willian sérstaklega miðað við aldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með