fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Valur taldi það ekki réttlætanlegt að borga uppsett verð fyrir Aron

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur verið haldið fram að Aron Bjarnason sé á leið í Breiðablik en Sirius í Svíþjóð er reiðubúið að selja hann. Talað hefur verið um að sænska félagið vilji fá 12 og allt upp í 18 milljónir króna.

Breiðablik og KR eru sögð hafa verið að berjast um Aron undanfarna daga en í gær greindi Gula Spjaldið frá því að Aron hefði valið Breiðablik.

Valur hafði skoðað það að fá Aron í sínar raðir enda reyndist hann liðinu frábærlega sumarið 2020 þegar hann kom á láni til Vals þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Samkvæmt heimildum 433.is var þó Valur ekki tilbúið að borga þá upphæð sem Sirius krefst þess að fá fyrir Aron, telur félagið það ekki réttlætanlegt að greiða svona upphæð fyrir leikmann sem hefur líklega ekkert endursölu virði.

Valur er hins vegar að leita leiða til að styrkja lið sitt og er búist við að félagið kynni nýjan leikmann á allra næstu dögum.

Framtíð Arons ætti að skýrast á næstu dögum en hann verður 29 ára gamall og hefur spilað fyrir Þrótt, Fram, Breiðablik og Val hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Í gær

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?