Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool segir Jurgen Klopp hafa kost sem flestir stjórar hafa ekki.
Klopp er að smíða nýtt Liverpool lið sem virðist líklegt til að ná árangri á þessu tímabili.
„ÉG er bara heiðarlegur, á síðasta tímabili var eins og Klopp væri að missa þennan kraft sem hann hafði,“ segir Redknapp.
„Það voru margir á förum, mikilvægir leikmenn í hópnum eins og Milner og Henderson. Honum hefur tekist að græja þetta strax, það er magnað.“
„Það er svo gaman að horfa á liðið, það er þvílík orka. Það er allt gert af heiðarleika hjá Liverpool, þess vegna er svona sterk tenging frá stjóranum í stuðningsmenn.“
Hann segir þetta svo stærsta kost Klopp. „Hann hefur fullkomnað það að fá rándýra stjörnuleikmenn til að hlaupa endalaust, það geta ekki margir stjórar.“