Tottenham hefur staðfest komu Timo Werner til félagsins.
Hinn 27 ára gamli Werner kemur á láni frá þýska félaginu RB Leipzig og þá getur Tottenham keypt hann á 14,5 milljónir punda næsta sumar.
Werner þekkir vel til London en hann hátti erfiða dvöl hjá Chelsea áður en hann fór heim til Þýskalands.
Werner hefur svo ekki spilað mikið hjá Leipzig undanfarið og vildi fara til að reyna að komast í EM hóp Þýskalands.
Willkommen, Timo! 🤍
We're delighted to announce the loan signing of Timo Werner, subject to international clearance ✍️
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 9, 2024