Útlit er fyrir það að framherjinn öflugi Ivan Toney sé ekki á leið til Arsenal í janúarglugganum.
Toney má byrja að spila fótbolta aftur á þessu ári en hann hefur verið í banni eftir að hafa brotið veðmálareglur enska sambandsins.
Brentford hefur verið án Toney allt tímabilið en hann er talinn þeirra öflugasti leikmaður og elskar að skora mörk.
Arsenal hefur mikinn áhuga á Toney en samkvæmt Thomas Frank, stjóra Brentford, er leikmaðurinn ekki til sölu í þessum glugga.
,,Stutta svarið er já. Hann er leikmaður Brentford og okkur vantar breidd í sóknina,“ sagði Frank um hvort Toney yrði áfram.
,,Ég sé ekki af hverju við ættum að selja hann. Ég myndi elska að halda honum í langan tíma en það er ekki bara fyrir mig að tala um.“