Fjöldi liða í ensku úrvalsdeildinni er nú boðið að fá Roberto Firmino í janúar, hann hefur fengið nóg af Sádí Arabíu eftir nokkra mánuði.
Firmino yfirgaf Liverpool síðasta sumar og samdi við Al-Ahli í Sádí.
Þar hefur hann ekki fundið sig og líkar ekki vel við lífið í landinu.
TalkSport segir að umboðsmaður Firmino sé að bjóða liðum á Englandi að taka hann og Fulham sé eitt þeirra.
Firmino er 32 ára gamall og átti mörg góð ár með Liverpool áður en hann fór í peningana í Sádí sem gleðja ekki sálina mjög lengi.