Barcelona vill fá Aleix Garcia frá Girona en það verður ekki auðvelt. The Athletic segir frá.
Miðjumaðurinn hefur verið frábær fyrir Girona sem er afar óvænt í harðri toppbaráttu í La Liga.
Börsungar vilja styrkja sig á miðsvæðinu og horfa þeir í Garcia, sem er til að mynda fyrrum leikmaður Manchester City, sem góðan kost.
Eins og flestir vita er félagið þó í stöðugum fjárhagsvandræðum og verður því erfitt að fá Garcia.
Barcelona reyndi að finna lausn með því að bjóða Oriol Romeu á móti til Girona en síðarnefnda félagið var ekki til í það.
Barcelona getur því aðeins fengið Garcia ef félagið borgar 20 milljóna evra klásúlu í samningi Garcia hjá Girona.