Ian Foster aðstoðarmaður Steven Gerrard hjá Al-Ettifaq í Sádí Arabíu vill losna úr starfi til að komast heim til Englands.
Foster stendur til boða að taka við Plymouth Argyle og vill fara þangað.
Gerrard er í hættu á að missa starfið sit eftir mjög slakt gengi en hann vill að Al-Ettifaq kaupi betri leikmenn.
„Við verðum að sýna það í þessum glugga og í næsta sumarglugga, að við viljum berjast á toppi deildarinnar,“ sagði Foster.
„Við erum ekki komnir þangað núna, leikmennirnir hérna núna verða að gera meira og fólk þarf að stíga upp.“
„Við vonandi getum lagað hópinn okkar og bætt í hann á næstunni. Vonandi í lok janúar þá verður hópurinn sterkari.“