fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Óskar og félagar staðfesta komu Antons Loga

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 15:08

Mynd: Haugesund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur selt Anton Loga Lúðvíksson til Haugesund í Noregi. Félögin staðfesta þetta.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Haugesund en hann tók við í haust eftir góð ár hjá Breiðabliki. Anton var í lykilhlutverki hjá Breiðablik síðasta sumar og lék afar vel á miðsvæði liðsins undir stjórn Óskars.

Anton er annar Íslendingurinn sem Óskar fær til Haugesund en áður hafði hann keypt Hlyn Frey Karlsson frá Val.

Miðjumaðurinn, sem er tvítugur, fór árið 2020 til SPAL á Ítalíu í stutta stund en fær nú annað tækifæri í atvinnumennsku.

Anton er í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Bandaríkjanna í verkefni þar sem liðið leikur tvo æfingaleiki.

Tilkynning Breiðabliks
Anton Logi Lúðvíksson seldur til FK Haugesund

Þessi ungi og efnilegi leikmaður heldur nú til Noregs og mun þar spila fyrir norska úrvalsdeildarliðið FK Haugesund sem Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfar.

Anton Logi er uppalinn Bliki og hefur spilað 70 leiki með meistaraflokki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 6 mörk en þar af eru 17 Evrópuleikir. Anton Logi fór áður á láni til SPAL á Ítalíu en tekur nú stórt skref með þessum samning við FK Haugesund. Anton Logi á einnig landsleiki með yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valinn í A landslið karla.

Um leið og við þökkum Antoni Loga fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Breiðablik þá óskum við honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt

Var ekki með í gær eftir að fjögurra ára sonur hans lést mjög óvænt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Í gær

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Í gær

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Í gær

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út